Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá...

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Skömmu síðar mældist skjálfti af stærðinni 2,9og smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur á vakt segir í samtali við fréttastofu að ekkert útlit sé fyrir að nokkuð sérstakt sé þarna á seyði heldur séu skjálftarnir hluti þeirrar virkni sem verið hefur á svæðinu.