Tárvot systkin í skýjunum og þakka stuðninginn...

Framlag Íslands í Eurovision, Með hækkandi sól, verður meðal þeirra laga sem keppa í aðalkeppni Eurovision á laugardag. Systurnar Sigga, Beta og Elín voru fjórtándu keppendurnir til að stíga á svið í Tórínó á Ítalíu. Systkinin Sigga, Beta, Elín og Eyþór Ingi voru í sjöunda himni þegar niðurstaðan var ljós í kvöld. Þau þakka íslensku þjóðinni og fjölskyldum sínum veittan stuðning.