AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu...

Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn.  Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti álit sitt á efnahagástandinu í morgun en nefndin hefur verið hér að störfum í tvær vikur. Að mati hennar stendur efnahagslífið vel að vígi gagnvart mögulegum neikvæðum áföllum eins og alþjóðlegum áhrifum stríðsins í Úkraínu.

„MIðað við í fyrra hefur batinn í ferðaþjónustu verið meiri sem gefur tilefni til aukinnar bjartsýni hvað horfurnar snertir. Á sama tíma eru ný úrlausnarefni og nýir áhættuþættir til staðar“,segor Iva Petrova formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þessi háski snýr annars vegar að áhættu bankakerfisins tengdri húsnæðismarkaðnum og hins vegar að kjarasamningagerð síðar á árinu.

„Í sambandi við húsnæðismálin áttum við spjall við Seðlabankann um þörfina á fleiri ráðstöfunum ofan á þær sem gerðar hafa verið til að styrkja þjóðhagsvarúðarreglur og eftirlit. Hvað kjarasamningana varðar teljum við þörf á betra samræmi launa og framleiðnivaxtar. Þó er hátt fasteignaverð einnig til vandræða og taka þarf á þeim málum.“