Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf...

Eurovion keppendur þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem barst keppendum fyrr í kvöld. Þar segir að í ljósi þess hversu fáir hafi greinst íhraðaprófumsíðustu daga hafi verið tekinákvörðunum að leggja niður sýnatöku fyrir keppendur, fjölmiðla og alla þá sem koma að keppninni.

Frá og með morgundeginum, 12.maí, þurfa aðeins þeir einstaklingar sem eru með covid einkenni að fara í sýnatöku á staðnum til að mega fara inn á keppnina.

Heilbrigðisyfirvöld í Tórínó hafa brýnt fyrir öllum að gæta að sóttvörnum, halda metrafjarlægð, þvo hendur og bera grímur fyrir vitum sé þess þörf.

Sjá einnig: Ítalía vann Eurovison – Ísland í fjórða sæti

Smit greindist í hópDaða og gagnamagnsins í fyrrafyrir keppnina sem varð til þess að hópurinn fékkekki að stíga á svið íaðalkeppninni. Ísland var eina landið sem lenti í því í fyrra en sýnd var upptaka frá dómararennsli í staðinn. Ísland hafnaði engu að síður í fjórða sæti á úrslitakeppninni í Rotterdam í Hollandi.