Meirihlutinn heldur í Reykjavík og Samfylkingin stærst...

Meirihlutinn heldur í Reykjavík og Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í oddvitaumræðum Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt könnuninni fær Samfylkingin 22,7 prósent og sex borgarfulltrúa, en fékk síðast 26 prósent og sjö fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur en missir töluvert fylgi frá síðustu kosningum. Nú fengi flokkurinn fimm fulltrúa samborið við átta fulltrúa síðast. Píratar bæta við sig manni síðan síðast og fá þrjá inn ef marka má könnunina.Framsókn bætir verulega við fylgi sitt frá síðustu kosningum og fengi inn þrjá menn samanborið við engan síðast.

Sósíalistaflokkurinn stærri en VG

Viðreisn fær tvo menn, það sama og síðast, en Vinstri grænaðeins einn mann eins og fyrir fjórum árum. Sósíalistaflokkurinn mælist með töluvert meira fylgi en VG og fengi inn tvotvo menn en fékk einn 2018, og Flokkur fólksins er sömuleiðis stærri en VG, með 5 prósent og einn fulltrúa eins og nú. Miðflokkurinn fengi engan mann. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG með minnsta mun, tólf fulltrúum gegn ellefu.

!function(e,i,n,s){var t=”InfogramEmbeds”,d=e.getElementsByTagName(“script”)[0];if(window[t]&&window[t].initialized)window[t].process&&window[t].process();else if(!e.getElementById(n)){var o=e.createElement(“script”);o.async=1,o.id=n,o.src=”https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js”,d.parentNode.insertBefore(o,d)}}(document,0,”infogram-async”);