Áfrýjar ekki umtöluðum sýknudómi í nauðgunarmáli...

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki sýknudómi í nauðgunarmáli sem féll í lok mars. Dómurinn vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem birtar voru myndir af buxum undir myllumerkinu #mínarbuxur. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að dóminum hafi ekki verið áfrýjað til Landsréttar.

Í málinu var 24ára gamall karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað konu á heimili fjölskyldu sinnar fyrir þremur árum. Hann var meðal annars sagður hafa haldið konunni niðri, tekið hana hálstaki, haldið fyrir munn hennar og skipað að hafa hljótt.

Dómari við héraðsdóm horfði sérstaklega til þess að frásögn mannsins væri í heild skýrari og nákvæmari en frásögn konunnar, meðal annars um atvik sem gerðust í herbergi hans.

Þátaldi dómurinn aðekkert lægi fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem konan klæddist um nóttina. Þáværi með miklum ólíkindum að maðurinn hefði bitið mjög fast í háls og brjóst konunnar án þess að hún gæfi frá sér teljandi hljóð og án þess að áverkar sæjust um slíkt bit við læknisskoðun.

Það voru helst hugleiðingar dómarans um leðurbuxurnar sem vöktunokkra reiði á samfélagsmiðlum.„Fyrir það fyrsta hefur [konan] aldrei lýst því hvernig [maðurinn] klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim,“ sagði í dómi héraðsdóms.

Vefur Fréttablaðsins,mbl.is og visir.is fjölluðu um viðbrögðin við dóminum.

Meðal þeirra sem deildu mynd á samfélagsmiðlum voru Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég minni á að klæðnaður hefur aldrei stoppað nauðgun,“ skrifaði Kristrún undir myllumerkinu #mínarbuxur.

Steinunn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir, tals­kona Stíga­móta, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 að fræða þyrfti dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á ein­hverjum gömlum hug­myndum um hvernig al­vöru nauðgun eigi að líta út.“