
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Norður-Kóreu – „Alvarlegt neyðarástand“ – Óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða...
Norðurkóresk yfirvöld hafa staðfest að COVID-19 hafi greinst í landinu, nánar tiltekið í höfuðborginni Pyongyang. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í landinu staðfesta að kórónuveiran hafi greinst í landinu. Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af þessu og óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða af veirunni. Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að um „alvarlegt neyðarástand“ sé að ræða. Lesa meira …