Fyrsta COVID-19 tilfellið í Norður-Kóreu – „Alvarlegt neyðarástand“ – Óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða...

Norðurkóresk yfirvöld hafa staðfest að COVID-19 hafi greinst í landinu, nánar tiltekið í höfuðborginni Pyongyang. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í landinu staðfesta að kórónuveiran hafi greinst í landinu. Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af þessu og óttast að landið verði gróðrarstía nýrra afbrigða af veirunni. Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að um „alvarlegt neyðarástand“ sé að ræða. Lesa meira

Frétt af DV