Hannaði vísindalega heilsukodda og selur nú um allan heim...

„Ég vissi ekkert hvernig framleiðsla á koddum fer fram. Það tók mig nokkur ár að þróa hugmyndina, finna rétta efnið og réttu samstarfsaðilana því ég var harð ákveðinn í því að nota hágæðaefni og innlenda framleiðslu. Ég byrjaði einn en nú erum við fimmtíu starfsmenn og í dag, nítján árum síðar, seljum við um allan heim; í Ástralíu, Kína, Bandaríkjunum og Mexíkó, Suður Kóreu og nánast í hverju einasta landi í Evrópu, Íslandi þar á meðal. Við köllum okkur „Koddafólkið“ eða „Pillow People,““ segir Thijs van der Hilst, eigandi hollenska koddafyrirtækisins Pillowise.