„Þetta var kjaftshögg, ég viðurkenni það“...

Þegar Birna Pétursdóttir leikkona kom heim úr námi hélt hún að hlutverkin myndu hrannast inn, en svo var ekki. „Mér fannst mjög leiðinlegt að þurfa að fara og vinna strangheiðarlega vinnu,“ segir hún en það reyndist síðar vera gæfuspor. Leiksýningin Prinsinn var frumsýnd á dögunum og verður sýnd víða um land. Birna og María Reyndal leikstjóri ræða um bransann og ferlið. Prinsinn verður sýndur víða um landog verður á flakki út maí. María Reyndalleikstjóriog Birna Pétursdóttirleikkona rifja upp sjoppurnar úr eigin æsku;hvernig þær komust inn í bransann; og ferlið við að setja upp sýningu sem byggistá raunverulegum atburðum.

Ekki hvernig sem er útlítandi í Vídjófluguna

„Maður var alltaf hlaupandi út í sjoppu sko,“ segir María Reyndal í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1. „Maður hékk þarna tímunum saman og sagði allar sínar sögur við sjoppumanninn sem var fimmtíu árum eldri en ég. Hann vissi allt um mig.“ Sjoppan hennar Maríu var lítil lúga á Gunnarsbraut og sem betur fer var eigandinn frábær maður sem hlustaði á krakkana. „Það liggur við að ég hafi farið í jarðarförina hans,“ segir hún.

Þarna hafi krakkarnir safnast saman, keypt sér appelsín og lakkrísrör. „Þetta er svolítið tryst, en ég var meira að segja send út í sjoppu sjálf til að kaupa í skóinn,“ segir María og vonar að hún hafi ekki verið að tala af sér.

Birna er fædd og uppalin á Egilsstöðum og var hennar sjoppa því Söluskálinn. Áunglingsárunum var gengið niður að sjoppu í von um að eitthvað gerðist. „Ég veit ekki alveg hvað. Kannski myndi sætur strákur mæta á rúntinn eða eitthvað, en það gerðist aldrei.“ Einnig var Vídjóflugan ákveðin menningarmiðstöð þar sem fólk hópaðist saman. „Maður fór ekki hvernig sem er útlítandi í Vídjófluguna,“ segir Birna.

Fáránleg og líklega bjöguð minning

Birna segist hafa sýkst af leikaradraumnum áður en hún man eftir því sjálf. „Ég hef alltaf verið að setja upp sýningar frá því að ég var barnung í leikskóla,“ segir hún. Foreldrar hennar fóru mikið með hana í leikhús sem henni þótti stórkostlegt. Ein sýning stendurupp úr í minningunni en það var þegar hún fékk að fara baksviðs eftir Galdrakarlinn í Oz. „Þar voru, í minningunni, karlar í sturtu,“ segir Birna sem þá var mjög ung. „Mér fannst þetta svo geggjað. Allt svo klikkað lið og bara allir á typpinu,“ bætir hún við og hlær. „Þetta er fáránleg minning og örugglega eitthvað bjöguð en þarna hugsaði ég: Þetta er eitthvað fyrir mig.“

Hún suðaði í foreldrum sínum að leyfa sér að fara á æfingar hjá leikfélaginu og á endanum gafpabbi hennar eftir og hún fékk að fara á samlestur og var hún viðloðandi leikfélagið upp frá því. „Ég var alltaf eitthvað að sniglast og var svo lítil þegar ég byrjaði að ég fór bara að sauma leiktjöldin og fékk að rífa af miðunum. Svo fékk ég að sitja uppi og stjórna hljóðinu og ljósunum. Bara ótrúlega magnað í raun og veru að fá að prófa þetta.“ Þegar Birna var fjórtán ára fékk hún loks að leika sjálf og síðar fór hún í Menntaskólann á Akureyri fyrir leikfélagið þar.

„Mér fannst égógeðslega svikin“

Eftir menntaskólann hélt Birna út í nám og fór til London en stöðvaði einnig í Berlín áður en hún kom aftur til Íslands. „Ég man að ég kom heim og var bara: Ókei, það eru allir að bíða eftir stelpunni! Ég hélt að allir væru til í þetta,“ segir Birna sem var illa brugðið að finna að enginn væri að bíða eftir henni. „Það var smá kjaftshögg, ég viðurkenni það alveg. Mér fannst égógeðslega svikin og svolítið fúl,“ segir Birna en hún var þó ekki bitur. „Ég var mjög leið, mér fannst mjög leiðinlegt að þurfa að fara og vinna einhverja strangheiðarlega vinnu. En það reyndist síðan bara algjör gjöf.“ Það hafi verið mjög þroskandi að þurfa að kyngja stoltinu enda væri mjög leiðinlegt að vera ungur leikari uppfullur af slíku. „Það er erfitt að vera nýútskrifaður leikari og fá strax aðalhlutverk,“ bætir María við. Hún segir ekki alla getahöndlað það. „Maður hefur oft séð að fólki er hent inn á stóra sviðið og svo er það bara búið eftir tvö ár.“

Birna og María hittust fyrst í janúar á þessu ári. Þá var María stödd í Chile og tók Birnu í prufur í gegnum FaceTime. „Ég þekkti hana ekkert en ég var reyndar búin að heyra að hún væri ógeðslega skemmtileg,“ segir María en bætir við að slíkt skipti miklu máli þegar farið verður með sýningar í ferð. „Það þarf að vera góð stemning í rútunni.“

Þrátt fyrir að hafa skrifað bæði þætti, sjónvarpsmyndir og leikrit þá titlar María sig ekki sem rithöfund. „Maður er kannski bara með marga hatta. Ég byrjaði eins og Birna,“ segir María sem fór út í leiklistarnám í góðan skóla, kom heim og fékk ekkert að gera. „Ég hef aldrei ákveðið mig hvað ég ætla að vera. Mig grunaði ekki þegar ég byrjaði að skrifa Stelpurnar, árið 2005, að ég gæti skrifað. Það kemur aftan að mér,“ segir María og telur neyðina hafa kennt sér að setja upp ýmsa hatta. Það er heldur ekki langt síðan konur fengu tækifæri til þess að skrifa og það gæti verið ástæðan fyrir því að hún hafi ekki spreytt sig fyrr. „Þó maður hafi verið að banka á dyrnar fyrir fimm, sex árum þá var enginn hljómgrunnur endilega.“

„Á tímabili vissi ég ekkert hvað við vorum að gera“

María segist skrifa um það sem henni þyki áhugavert vegna þess að hún skilji það ekki alveg. „Ef ég veit ekki hvernig hlutirnir eru, ef þetta er ráðgáta fyrir mér, þá vil ég fara ofan í það.“ Leiksýningin Prinsinn segir frá ungum manni sem fær þær fregnir að hann sé að vera faðir. Verkið er byggt á sögu Kára Viðarssonar sem fer einnig með aðalhlutverkið. „Mér fannst þetta spennandi. Ég hef meiri innsýn í hvað stúlkan gæti verið að fara í gegnum í svona málum en hef ekki alveg vit á hvað strákar fara í gegnum.“

Við gerð sýningarinnar tók María viðtöl við fólk sem kom að gerð