Skóla­byrjun seinkað í von um bættan svefn barna...

Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta seinna á morgnana í skólann næsta vetur en verið hefur hingað til. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda.