Þriggja stiga forskot FH-inga...

FH náði þriggja stiga forskoti á toppi Lengjudeildar kvenna í fótbolta með 4:1-heimasigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. FH er með 29 stig á toppnum, þremur meira en HK og með leik til góða.