Hafa áhyggjur af heilbrigðisþjónustu í Múlaþingi...

Fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings hafa óskað eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Austurlands og vilja fara yfir heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu. Sérstakar áhyggjur eru af læknaskorti á Seyðisfirði yfir sumartímann. Enginn læknir á Seyðisfirðium kvöld og helgar ísumar

Í umfjöllun Austurfréttar er sagt frá því að enginn læknir er á Seyðisfirðium kvöld og helgar frá byrjun júní fram í miðjan september. Vakt á þessum tímum er í staðinn sinnt frá Egilsstöðum.Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur m.a.lýst yfir áhyggjum af skertri þjónustu og bent er á að til Seyðisfjarðar komi fjöldi fólks, t.d. á listahátíðina Lungaog með skemmtiferðaskipum. Þá upplifi íbúar óöryggi af þessum sökum.

„Þetta þýðir að enginn læknir er í marga mánuði á þeim tíma sem bærinn er stútfullur af fólki. Þetta er mikil þjónustuskerðing sem ógnað getur lífi og limum fólks,“ sagði Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans, á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Vilja fund með fulltrúum HSA

Sveitarstjórn Múlaþings hefur nú óskað eftir fundi með fulltrúum HSA til að koma áhyggjum Seyðfirðinga á framfæri, en einnig til að ræða fleira tengt heilbrigðismálum í sveitarfélaginu.

Á fundi sveitarstjórnarvar bent á að þótt Borgfirðingar hefðu fengið hjúkrunarfræðing þá væri enginn þar á staðnum til að leysa af þegar sá starfsmaður fer í sumarfrí, heldur væri sú þjónusta á Egilsstöðum. Á Djúpavogi væri hins vegar læknir á vakt flest kvöld og helgar, en þar hefði verið lögð meiri áhersla á að tryggja þjónustu vegna fjarlægðar til næstu byggðar.

Verði að skoða starfsumhverfi lækna

Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, sagði fulla ástæðu til að ræða almennt við HSA hvernig hægt væri að fjölga læknum á Austurlandi. Til dæmis með því að tryggja þeim húsnæði eins og gert var með læknabústöðum áður.Einnig þyrfti að skoða starfsumhverfið. „Það er brjáluð vinna ef vaktlæknir á Egilsstöðum á líka að sinna Seyðisfirði og öllum þeim ferðamönnum sem eru hér á svæðinu. Það er nánast ómannúðlegt fyrir einn lækni á vakt að sinna öllu þessu,“ sagði hún.