Ekki gistirými á sjúkrahóteli á Akureyri...

Ekki er hægt að fá gistingu á sjúkrahótelinu á Akureyri þar sem öll herbergi eru nýtt af ferðamönnum. Ólétt kona frá Egilsstöðum, sem er ráðlagt að fæða á Akureyri og dvelja þar frá þrítugustu og áttundu viku meðgöngu, fær þau svör frá sjúkratryggingum að hægt sé að fá herbergi á sjúkrahóteli í Reykjavík. Ekki hægt að ætlast til að fá gistingu á háannatíma

Rannveig Lóa Haraldsdóttir frá Egilsstöðum á von á sínu fyrsta barni þann 20. ágúst, og að ráði ljósmæðra ætlar hún að eiga barnið á Akureyri.Þegar hún ætlaði að gera ráðstafanir í tíma til að fá gistingu hringdi hún í hótel á Akureyri sem er með samninga við sjúkratryggingar íslands og haft öll gögn tilbúin til að fá sjúkrahótelsgistingu.„Ég fékk bara höfnun frá sjúkrahótelinu fyrir norðan. Talaði þar við einhverja konu sem bara hló og sagði að ég gæti nú ekki ætlast til þess að fá gistingu á háanna ferðamannatíma og hún gæti boðið mér eina nótt en það væri nú ekkert meira en það í boði,“ segir Rannveig.