Erlendir ferðamenn gáttaðir í Herjólfsdal...

Ferðamönnum frá Belgíu brá í brún þegar þeir mættu inn í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í gær, fimmtudagskvöld. Höfðu þeir talið að þeir væru á leiðinni á rólega litla útihátíð. Botnuðu þeir hins vegar ekkert í því að svo mörg hvít tjöld væru í dalnum þegar þeir mættu og vissu ekki hvar þeir ættu að tjalda.