Tryggði sér bronsverðlaun á Ólympíuhátíð...

Birnir Freyr Hálfdánarson sundmaður, varð í þriðja sæti í 200 metra fjórsundi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fram fer í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu. Birnir keppir jafnframt í úrslitum í 100 metra flugsundi á morgun, föstudag. Fjöldi ungra íslenskra íþróttamanna taka þátt í leikunum. Ólympíuhátíðin eru ætluðþátttakendum á aldrinum 14 til 18 ára. Um 3000keppendur frá 48 löndum taka þátt. Alls er keppt er í tíu íþróttagreinum.

38 keppendur frá Íslandi keppa á mótinu í 8 íþróttagreinum, meðal annars í frjálsum, judo, fimleikum, badminton, tennis, hjólreiðum og handbolta.

Í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands kemur fram að íslensku keppendurnir hafi staðið sig vel á mótinu og sumir þeirra bætt árangur sinn.

Birnir Freyr synti á tímanum 2:05.33, eftir að hafa tvíbætt Íslandsmetið í sínum aldursflokki. Hann hefur einnig tryggt sig inn í úrslit í 100 metra flugsundi sem fer fram á morgun, föstudag.