Áskorun að koma öllum bílunum fyrir við Landeyjahöfn...

Herjólfur siglir fullur til Eyja fimm sinnum í dag og á morgun, skipið tekur um 540 farþega. Mikið fjölemenni er í Landeyjahöfn og bílum farið að fjölga verulega, auka bílastæði sem voru sléttuð fyrir helgina eru orðin full og byrjað að leggja meðfram veginum. Margmenni er í landeyjahöfn og skemmtanaþyrstir ferðalangar spenntir að komast til Vestmannaeyja. Þjóðhátíð hefur ekki verið haldin með hefðbundnu sniði síðustu ár og því mikil eftirvænting meðal tilvonandi gesta sem bíða eftir ferð með farþegaferjunni.

Björginarsveitir halda eru til stuðnings í Landeyjahöfn. Ægir Guðjónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka, segir að gengið hafi glimrandi vel. „Okkar starf í rauninni snýst um það að koma bílum í bílastæði og að það komist allir héðan í burtu eftir helgina. Svo sjáum við um þennan svo kallaða töskubíl, við sjáum um að koma öllum farangri til og frá Vestmannaeyjum. Það eru allir mjög tímanlega eða flestir skulum við segja. Það eru einhverjir sem eru svona aðeins á eftir áætlun en þeir hafa alltaf komist með til Eyja.“

Ægir segir ekkert stórvægilegt hafa komið uppá. „Ekki neitt, það hefur bara gengið ljómandi vel og allir bara á leiðinni að skemmta sér,þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta.“

Stóra verkefnið er að koma öllum þessum fjölda af bílum fyrir.„Jú fyrir helgina voru hérna vinnuvélar að slétta,bleyta og þjappa, þannig að við komum bílum sem mest fyrir á bílastæðum. Þannig að það þurfi ekki að vera að leggja upp með þjóðveginum eins og það endar alltaf á á sunnudeginum, því miður. Það er bara þannig, það er ekki hægt að koma öllum fyrir,“ segir Ægir og bætir við að þegar sé farið að leggja meðfram veginum. „Við byrjuðum á því í gærkvöldi, þar sem það var allt orðið fullt hjá okkur á þessi svokölluðu malarplön. Viðerum komin einhvern hálfan kílómeter, kannski kílómetir upp með veginum.“