Gleðin við völd á langþráðri Þjóðhátíð...

Stærsta útihátíðin þessa verslunarmannahelgi er að vanda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þótt nóttin hafi verið með allra rólegasta móti að sögn lögreglu er mikið líf og fjör í bænum. Eyjamenn segjast sumir hafa lagt nótt við dag í undirbúningi fyrir þjóðhátíð. Vinnan sé öll þess virði, enda langþráð hátíð í ár. Veðrið hefur samt sett strik í reikninginn hjá sumum.

Vertíðin í Vestmannaeyjum hefur sinn gang á meðan þjóðhátíð fer fram, bæði veiðar og vinnsla. Vinnslustöðin reyndi að uppfylla óskir starfsfólks um frí með því að fá afleysingafólk í hinar ýmsu stöður. Veiðar ganga hraðar en í fyrra og þriðjungur kvótans hefur verið veiddur.

Stemninguna í Eyjum má sjá í spilaranum hér að ofan.