Skjálfti upp á 4,0: Öflug hrina við Fagra­­­dals­­­­­fjall...

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni er 4,0 að stærð, rétt eftir klukkan 14.00. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga.