Öflugur skjálfti 5,5 að stærð fannst víða...

Stór skjálfti reið yfir laust fyrir klukkan 18:00. Skjálftinn var 4,5 að stærð 3 kílómetra austnorðaustur af Grindavík og var á tæplega tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt fyrstu mælingum var skjálftinn um 5,2 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, og allt austur á Hellu þar sem rúður titruðu í húsum. Hann var mjög öflugur í Grindavík og fannst á Grundarfirði. Skemmdir urðu í kaldavatnslögn til Grindavíkur.

Tæplega þrjú þúsund skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinusem hófst um hádegisbil í gær. Alls hafa 50 skjálftar yfir þrír mælst og fimmyfir fjórumað stærð. GPS-mælar benda til þess að kvikuhlaup orsaki skjálftavirknina.

Fréttin hefur verið uppfærð.