„Það langmesta sem ég hef upplifað“...

„Þetta er það langmesta sem ég hef upplifað,“ segir íbúi í Grindavík um skjálftan sem varð um tíu mínútur fyrir sex í kvöld. Skjálftinn var 5,4 að stærð og var um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík.. Ég sit í rólegheitunum að horfa á úrslitaleikinn á EM og það byrjar smá titringur sem magnast upp. Síðan fara hlutir að hrynja. Maður heyrir brothljóðin og skúffur opnast og það brotna glös í skápum,“ segir Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður sem býr í Grindavík.

Steinar segir stórtjón ekki hafa orðið á heimilinu og engin slys á íbúum. Stór spegill á baðherbergi hafi dottið á gólfið og brotnað og lausamunir sömuleiðis. Sumir á heimilinu hafi verið skelkaðri en aðrir. „Ég var nokkuð rólegur en aðrir á heimilinu voru meira „tense“.“

Hann segir skjálftahrinurnar óþægilegar en að þau séu öllu vön. „Það koma syrpur öðru hvoru þar sem fer að skjálfa, svo dettur þetta niður. Maður gelymir þessu jafnóðum.“

Sjá má ástandið á heimili Steinars eftir skjálftan í myndskeiðunum hér að ofan og hér að neðan.