Öflugur skjálfti fannst víða...

Snarpur jarðskjálfti 4,7 að stærð varð austnorðaustur af Fagradalsfjalli rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 3,8 kílómetra dýpi og er sá næstkröftugasti sem mælst hefur síðan jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag.