Þegar sorgin bankaði upp á hjá mér...

Sorgin er svo ótrúlega margslungin og nátengd ást. Þegar ástvinamissi ber að er dýpt sorgar og áhrif hennar á lífið nátengd sambandi þínu við þann sem þú missir. Því nánara sem sambandið er, tengslin, ástin og þitt daglega líf með þeim sem fer því dýpri og flóknari verður sorgin.