
Netárás hafði áhrif á kerfi Lyfjastofnunar...
Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn. …