KR hrifsaði sætið af Stjörnunni...

Skipulag KR var mun betra en Stjörnunnar þegar liðin mættust í Frostaskjóli í dag og skilaði mörkum í 3:1 sigri Vesturbæinga þegar 22. umferð efstu deildar karla, Bestu deildinni, fór fram í dag. Fyrir vikið tóku KR-ingar 5. sætið af Stjörnunni, sem er þá í sjötta sætinu.