Strákarnir gerðu þetta ofboðslega vel...

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ánægður með sína menn eftir 1:0-sigur á Val í Breiðholtinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Leiknismenn töpuðu 9:0 gegn Víkingi í síðustu umferð og ætluðu greinilega að svara fyrir þá frammistöðu í dag.