Sólarglennur í flestum landshlutum í dag...

Fremur rólegt veður er framundan og sólarglennur í flestum landshlutum, segir í pistli veðurfræðings frá Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Suðvestlæg átt og milt í veðri í dag. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en birtir til fyrir norðan og austan og hiti að 17 stigum yfir hádaginn, hlýjast norðaustanlands. Snýst í norðlæga átt í nótt og kólnar heldur í veðri, einkum fyrir norðan. Dálítil væta norðanlands á morgun, en léttir heldur til fyrir sunnan.