„Fyrirlitleg framkoma“ í garð kvenkyns leiðtoga...

Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, segist ítrekað hafa heyrt fregnir af því að kvenkyns leiðtogar flokksins og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi sætt „ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu“ að undanförnu frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins.