Hlegið þegar Bjarni talaði um stjórnlyndi...

„Eins og glöggir hafa kannski tekið eftir hef ég ekkert minnst á það að það hafi komið fram í fréttum hér að Píratar hafi verið óánægðir með fjárlagafrumvarpið. Það mátti svosem ganga út frá því. Það hefði enginn fengið stig fyrir það í spurningakeppni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld til að svara gagnrýni Pírata á nýtt fjárlagafrumvarp sem var kynnt á dögunum.