Óttast illviðráðanlega skógarelda á Héraði...

Slökkviliðstjóri í Múlaþingi óttast að mögulegir skógareldar á Héraði gætu orðið erfiðir viðfangs. Samfeldur skógur er á stórum svæðum sem eru algjörlega ófær fyrir slökkvilið. Slökkvilið Múlaþings hefur á undanförnum árum útbúið sig til að geta betur átt við mögulega skógarelda. Þannig hefur slökkviliðið útbúið sérstakt sexhjól sem getur nýst við að leggja út brunaslöngur. Þá á slökkviliðið ásamtISAVIAöfluganUnimogtorfæruslökkvibíl. Og svo eru það svokallaðir laukar eða léttir meðfærilegir vatnsbelgir til að geyma forða af slökkvivatni. „Þetta nýtist okkur þannig að við getumlageraðupp upp vatni í þessu. Fjarri stöðum þar sem er kannski gott að komast til vatnstöku. Við erum víða í erfiðleikum með það að það er langt í vatnsból,“ segirHaraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri í Múlaþingi en stærsti vatnslaukur slökkviliðsins tekur 15 tonn af vatni.

Erfitt að komast um þéttan skóginn

Víða er skógurinn svo þéttur að hann er algjörlega ófær á stórum svæðum og það skapar hættu. „Það sem að helst er vont fyrir okkur ef við þyrftum að slökkva er hvernig við eigum að komast um skóginn. Það getur verið mjög erfitt því við erum með þunga á stóra bíla og eigum bara erfitt með að komast að. Á Hallormsstað erum við með íbúðabyggð og hótel sem er inni í skóginum. Svo höfum við alla bændurna sem búa hér út um sveitir innan um skóginn sinn. Þannig að það er töluverð íbúðabyggð hér á héraði og inni í Fljótsdal inni í skóginum,“ segirHaraldur Geir.

Skógareigendur mættu huga betur að eldvörnum

Fyrir nokkrum árum gaf stýrihópur um forvarnir gegn skógareldum út leiðbeiningar um ýmsar aðgerðir, en þær má sjá á vefnumgrodureldar.is. Á Héraði hefur þó lítið verið gert í því að ryðja varnarlínur og leiðir um skóginn. „Það mætti huga betur að því að hafa vegi og stíga um skóginn sem eru færir fyrir stærri tæki og bíla. Þyngri tæki. Einnig mættu landeigendur og skógareigandur hafa augun opin fyrir því að útbúa vatnstökustaði nærri sínum skógi ef hægt er þar sem við gætum komist í vatn til að við gætum til dæmislageraðokkur upp ef þarf,“ segir Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri í Múlaþingi.

Ljóst er að mikið verk er óunnið í að draga úr hættu á erfiðum skógareldum hér á landi. Skógarvörður á Austurlandi segir að enn eigi eftir að reita skóga niður og víða væri auðvelt að nýta landslagið betur til að mynda varnarlínur.Á Hallormsstað er einn af elstu og stærstu skógum landsins. Skógurinn er stórvaxinn og þéttur og þar er mikill eldsmatur. Vegna hækkandi hitastigs og tíðari þurrka hafa menn áhyggjur af mögulegum skógareldum sem gæti reynst erfitt að ráða við.

Skógræktin aðeins útbúin til að eiga við sinueld

Hjá Skógræktinni á Hallormsstað eru klöppur til að slökkva sinueld eini búnaðurinn og verk að vinna að undirbúa viðbrögð við mögulegum skógareldum. „Ég myndi ekki telja að við séum búin að gera nóg, það er kannski aldrei hægt að gera nóg en við erum með viðbragðsáætlun og algjöran grunnbúnað til þess að slökkva þá sinuelda kannski fyrst og fremst. En það er svona verið að vinna að því að gera áætlun og okkur vantar kannski meiri búnað. Bæði okkur hér í skóginum og hugsanlega líka slökkviliðinu hérna,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi.

Starfshópur skoðar mögulegar úrbætur

Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktinni hefur orðið vakning í því að huga að eldvörnum við skipulagningu nýrra skóga. Svo sem að skilja eftir brautir og rjúfa samfellda þekju barrtrjáa með lauftrjám sem brenna hægar. Starfshópur margra aðila vinnur að þessum málum undir stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í vinnslu er kortagrunnur yfir vatnsból og vegi sem bera slökkvibíla. Slökkvilið um allt land hafa fengið fræðslu um gróðurelda og skógarelda og viðbrögð gegn þeim á síðustu árum. Skjólur fyrir þyrlur sem nýta má við að slökkva elda hafa verið keyptar í stað þeirrar sem til var og skemmdist í fyrra. Almannavarnir og slökkvilið hafa sent út viðvaranir um hættu á gróðureldumef þurrt er í samvinnu við Veðurstofu Íslands.

Þessu til viðbótar þarf líklega að búast til varnar í skógum landins. Aðspurður um hvort gera mætti meira í því að hólfa skóginn niður segir Þór: „Já, örugglega og það er eitthvað sem við erum að skoða hvort að við getumreitaðhann meira niður.“

Hægt að nýta landslagið betur til eldvarna

Á Hallormsstað er tilvalið að láta læki hólfa skóginn niður en þeir virka ekki sem eldvörn ef þeir eru á kafi í gróðri. Við skoðum einn slíkan læk í fylgd með Þór en þar vaxa trén fram yfir bakkana. „Það þarf hugsanlega að ryðja aðeins frá bökkunum þannig að tré sem fara yfir lækinn og yfir í næsta reit tengist ekki saman. Þannig að það þarf að höggva niður með læknum til þess að hann nýtist betur sem eldvörn heldur en við sjáum hér til dæmis,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi.