Almenningur gerður ábyrgur fyrir verðbólgu...

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Fram kemur í ályktun að með frumvarpinu sé almenningur einn gerður ábyrgur fyrir vaxandi verðbólgu og látinn gjalda fyrir stöðu ríkissjóðs vegna heimsfaraldurs.