Mikið álag á þyrlum Gæslunnar í dag...

Mikið álag var á þyrlur Landhelgisgæslunnar í dag. Þyrla var fyrst kölluð út í morgun til að sækja veikan skipverja í skip 80 sjómílur norður af Grímsey. Hin þyrlan var á meðan til taks í Grímsey. Þegar fyrri þyrlan var komin með veika skipverjann til Akureyrar til aðhlynningar barst ósk um aðstoð beggja þyrla vegna bílslyss á Mýrum á fjórða tímanum. Önnur þyrlan flutti vegfaranda slyssins á Landspítalann í Fossvogi. Þá fékk hin þyrlan boð um að sækja göngumann í sjálfheldu í fjöllin ofan við Hofsós. Sá var fluttur kaldur á sjúkrahús á Akureyri. Þegar sú þyrla var að fylla á eldsneyti fyrir norðan barst ósk um aðstoð við að koma slösuðum smala inn á Barðaströnd á sjúkrahús.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að það komi fyrir að þyrlurnar fari í svo mörg útköll á einum degi en það sé þó frekar óvanalegt. „Þyrlurnar eru búnar að vera í útköllum um allt land og hafaverið stanslaust að síðan klukkan ellefu í morgun, það gerist ekki oft.“

Hann segir alltaf stefnt að því að hafa tvær þyrlur til taks á hverri stundu en Landhelgisgæslan er hefur þrjár þyrlur til afnota.