Netflix-mynd Balta fékk hálfan milljarð endurgreiddan...

Kvikmyndin Against the Ice, sem Baltasar Kormákur framleiddi fyrir streymisveituna Netflix og skartaði dönsku Game of Thrones-stjörnunni Nikolaj Coster Waldau í aðalhlutverki, fékk hálfan milljarð endurgreiddan úr ríkissjóði. Myndin var að mestu leyti gerð hér á landi. Sjónvarpsþættirnir Washington Black sem sýndir eru á Hulu fengu rúmar 217 milljónir og önnur serían af Stellu Blomkvist 170 milljónir. Þetta kemur fram áuppfærðum lista á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um endurgreiðslur vegna sjónvarps-og kvikmyndaverkefna. Verkefnin þrjú skera sig úr þegar kemur að endurgreiðslum úr ríkissjóði.

Endurgreiðslan vegna Against the Ice er ein sú hæsta sem greidd hefur verið úr ríkissjóði en áður hafði hasarmyndin Fast 8 fengið um hálfan milljarð. Meðal annarra leikara má nefna Joe Cole úr Peaky Blinders og Charles Dance úr Game of Thrones.

Endurgreiðslanmunþó blikna í samanburði við endurgreiðsluna vegna True Detective-þáttanna sem gerðir verða hér á landi fyrir HBO.Umfang þeirra er metið á níu milljarða ogþættirnir verða í tökum í níu mánuði.

Þáttaraðirnar tvær um Stellu Blomkvist hafa nú fengið 282 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Sú fyrri fékk 112 milljónir. Báðar voru framleiddar fyrir Sjónvarp Símans.

Sjónvarpsþættirnir Washington Black, sem fengu rúmar 217 milljónir endurgreiddar, hafa ekki verið sýndir hér á landi. Þeir eru framleiddir fyrir streymisveituna Hulu.