Stefán Viðar kveður Cuxhaven...

Stefán Viðar Þórisson hefur lokið sínum síðasta túr sem skipstjóri á Cuxhaven NC-100. Hann er með 16 ára skipstjórnarreynslu að baki, þar af fimm á Cuxhaven. Stefán Viðar er þó hvergi hættur, enda ungur maðurinn, og færir sig yfir á frystitogarann Snæfell EA-310 sem samherji gerir út.