Tækluðum þetta ótrúlega vel...

„Við erum sjúklega ánægðar og alveg í skýjunum,“ sögðu þær Salka Sverrisdóttir og Hrafnhildur Tinna Brynjólfsdóttir, nánast í kór, í samtali við mbl.is eftir að þær höfðu unnið til bronsverðlauna með stúlknalandsliði Íslands á EM í hópfimleikum í Lúxemborg í kvöld.