Þrír slösuðust á Snæfellsnesvegi...

Þrír eru slasaðir eftir umferðarslys á Snæfellsnesvegi norður af Borgarnesi á þriðja tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Var einn hinna slösuðu fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.