Íbúðarhús reist í rótgrónu hverfi...

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Undraland. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa byggingu á lóðinni á tveimur hæðum, samkvæmt uppdrætti Hornsteina – arkitekta ehf., alls 970 fermetra.