Krufningar algengari hér en víðast á Norðurlöndum...

Krufningum hefur fjölgað hér á Íslandi síðustu ár og voru 265 árið 2020 samanborið við 141 árið 2011 samkvæmt nýrri rannsókn. Eitranir af völdum lyfja og áfengis reyndust algengasta ónáttúrulega dánarorsökin eða 20% allra tilfella.  Þrátt fyrir að alvarlegir glæpir eins og manndráp séu tiltölulega sjaldgæfir á Íslandi eru engu að síður gerðar hátt í þrjú hundruð krufningar hér árlega. Hver er tilgangur réttarkrufninga og hvernig nýtast þær, eru spurningar sem Sara Jóhannsdóttir ákvað að leita svara við í meistaraverkefni sínu í réttarvísindum, Forensic Science, sem hún gerði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Sara heillaðist af réttarmeinafræði í námi og starfaði í tvö sumur hjá tæknideild lögreglunnar og kynntist því hvernig andlát eru rannsökuð hér heima.

Ég hafði því samband Pétur Guðmann réttarmeinafræðing og við sáum þarna tækifæri til þess í rauninni að skoða hvað liggur að baki tíðni réttarkrufninga á Íslandi. Ákváðum að gera 10 ára afturvirka rannsókn þar sem ég fór yfir gögn allra réttarkrufninga sem hafa verið gerðar á Íslandi frá 2011 til 2020.

Sara segir að mikil þróun hafi orðið í faginu síðustu ár og nýjar og spennandi aðferðir orðið til. Réttarvísinid snúast um rað rannsaka gögn sem mögulega innihalda lífssýni. Í tvö sumur hefur Sara fengist við rannsókn á slíkum gögnum í alls konar málum á borð við kynferðisbrot og líkamsárásir.

Tíðni réttarkrufninga há hér

Rannsókn Söru er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en samkvæmt henni er tíðni réttarkrufninga á Íslandi næsthæst á Norðurlöndum. Aðeins Finnar kryfja hlutfallslega fleiri en Íslendingar. Samkvæmt lögum ákveður lögreglan hvenær krufning skuli gerð og árið 2020 var tíðni krufninga hér 11,5% samanborið við tæp þrjú prósent í Danmörku, þar sem fæstir eru krufðir.

Sara segir að tíðninskýristað einhverju leyti af lögunum en samkvæmt lögum um dánarvottorð og krufningar á Íslandi þá skal réttarkrufning gerð þegar dánarorsök verður ekki ákvörðuð með réttarlæknisfræðilegri líkskoðn, ólít því sem gerist í Danmörku. Þar er ekki gerð réttarkrufning sé það augljóst að málið lítur ekki út fyrir að vera lögreglumál.

Og sem dæmi samkvæmt nýlegri rannsókn þá voru aðeins gerðar réttarkrufningar í 20% tilfella sjálfsvíga í Danmörku á meðan á Íslandi er það gert í öllum tilfellum sjálfsvíga.

Sá algengi misskilningur að réttarkrufningar séu aðeins gerðar ef grunur er um eitthvað saknæmt, á ekki við rök að styðjast því samkvæmt rannsókn Sörutöldust aðeins 2,8% dauðsfalla grunsamleg út frá vinnukenningu lögreglu á vettvangi.

Og það sem var áhugavert var að niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að algengasta týpan eða 40% allra mála litu út fyrir að vera skyndilegt náttúrulegt andlát fyrir krufningu. Það er að segja það var engin augljós ytri orsök fyrir andlátinu á vettvangi og langflest þessara mála reyndust síðan vera náttúrulegt andlát við krufningu. En hins vegar voru 8,8% af þessum málum sem reyndust síðan vera ónáttúrulegt andlát og þar afvar stór hluti af völdum eitrunar, til dæmis etanóleitrun, vegna róandi lyfja, örvandi lyfja, ópíóíða, bara hvaða eitrun sem er í rauninni sem er undir þessum flokki.

Krufningar algengari á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu

Það vekur einmitt athygli að eitranir voru algengasta ónáttúrulega dánarorsökin eða 20% prósent allra sem krufðir voru á þessu tímabili.
Mikill munur er á kynjunum þegar kemur að tíðni krufninga, 72% eru karlar en aðeins 28% konur. Þetta segir Sara að hafi ekki komið á óvart því hlutfallið er sambærilegtí erlendum rannsóknum.Ýmsar skýringar liggja að baki. Karlmenn eru t.d. líklegri til að deyja í slysum og sjálfsvígum auk þess sem hjartasjúkdómar koma fyrr fram hjá þeim en konum. Samkvæmt rannsókninni var algengasta náttúrulega dánarorsökin einmitt hjartasjúkdómar eða í 30% allra tilvika.
Eitt af því sem kom Söru hins vegar á óvart var að tíðni réttarkrufninga var örlítið hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þó svo að ætla megi að það sé meiri fyrirhöfn þar vegna fjarlægðar frá tækni- og meinafræðideildum

Ég er ekki með neina augljósa skýringu á þessu en við veltum fyrir okkur hvort að möguleg skýring gæti verið að á ákveðnum tímum á árinu á Íslandi eykst fólksfjöldi verulega vegna ferðamanna. Þessir vinsælu ferðamannastaðir eru úti á landi en ekki á höfuðborgarsvæðinu þannig að, hvort sem um er að ræða slys eða sjálfsvíg þá gæti þetta mögulega verið að hafa áhrif.

Rannsókn Söru er yfirgripsmikil, farið var yfir gögn í öllum 1878 krufningunum sem gerðar voru á tímabilinu og niðurstöðurnar gefa, að hennar sögn, m.a. tækifæri til að bæta og uppfæra andlátsrannsóknakerfið. Sjálfri finnst henni áhugavert að skoða eitranir nánar, í ljósi þess að þærreyndust algengasta ónáttúrulega dánarorsök sem skráð er í réttarkrufningum síðustu tíu ár.