Meta frekari skriðuhættu með aðstoð dróna...

Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni hefur verið að störfum í morgun ásamt lögreglu á vettvangi þar sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Hefur lögreglan myndað umfang skriðunnar með dróna og flogið yfir hlíðar fjallsins til að safna gögnum fyrir sérfræðinga Veðurstofunnar.