Sóknarmaður Frankfurt inn í stað Nkunku...

Didier Deschamps, þjálfari ríkjandi heimsmeistara Frakklands í knattspyrnu karla, hefur ákveðið að kalla Randal Kolo Muani, sóknarmann Eintracht Frankfurt, inn í lokahópinn fyrir HM 2022 í Katar eftir að Christopher Nkunku þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla.