Þær spiluðu óaðfinnanlega í dag...

„Við vorum alveg tilbúnar en Haukar spiluðu besta leik sem ég hef nokkurn tímann séð lið spila og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim. Þær spiluðu óaðfinnanlega í dag,” sagði Hörður Axel Vilbergsson, þjálfari Keflavíkur eftir erfiðan dag í Laugardalshöll er Keflavík steinlá fyrir Haukum, 94:66, í bikarúrslitaleik kvenna.