„Ég óska engum að láta ljúga svona um sig opinberlega“...

„Ég vil að það sé skýrt að framleiðendur hafa ekki sagt sannleikann og því er allt sem bendir til þess að ég sé ,,erfið í samskiptum“ gripið úr lausu lofti til að komast hjá þvi að svara óþægilegum spurningum. Mér finnst lygar Sigurjóns og ærumeiðingar hafa fengið meira platform og pláss í fjölmiðlum, heldur en sönnun þess að verið er að þagga niður í konu og sverta mannorð hennar,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins í samtali við Vísi.