„Getum ekki einu sinni sturtað niður“...

„Þetta er alveg skelfilegt. Við erum alveg háð rafmagni. Við missum vatn og allt saman, við getum ekki einu sinni sturtað niður,“ segir Elvar Eyberg Halldórsson, íbúi í Höfnum á Reykjanesi, en rafmagnslaust hefur verið á öllum Suðurnesjum síðan upp úr klukkan þrjú síðdegis.