Hafði enga trú á Liver­pool og vann eina og hálfa milljón...

Heppinn tippari að norðan var með alla þrettán leikina rétta á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og er hann einni og hálfri milljón króna ríkari fyrir vikið.

Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum kemur fram að tipparinn hafi tvítryggt átta leiki með því að setja tvö merki á hvern þeirra. Svo setti hann eitt marki á hina fimm leikina. Miðinn kostaði 3.328 krónur og var maðurinn með alla leikina rétta.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá er þess sérstaklega getið að tipparinn hafi haft fulla trú á sigri Brighton gegn Liverpool síðasta laugardag enda setti hann aðeins heimasigur á leikinn. Lokatölur leiksins voru 3-0 fyrir Brighton.