Kaldast á Þingvöllum...

Það hefur verið töluverð kuldatíð á landinu undanfarna daga en frost mældist mest síðasta sólarhringinn á Þingvöllum, þar sem það fór niður í 20,8 stig. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að það hlýni á föstudag og verði hlýtt fram á miðjan laugardag.