„Með öllu ótímabært að íhuga endurkomu Rússa og Hvít-Rússa“...

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ásamt körfuknattleikssamböndum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist af Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, FIBA, og Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, að íhuga ekki endurkomu Rússlands og Hvíta-Rússlands að vettvangi íþrótta.