
Neyðarskýlin opin í dag og á miðvikudag...
Dagopnun verður í neyðarskýlunum í Reykjavík í dag og þau verða jafnframt opin á miðvikudag, gangi spár um mikinn kulda eftir. Skýlin hafa verið opin um helgina.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Þrjú neyðarskýli eru fyrir heimilislaust fólk í Reykjavík og eru þau opin alla daga frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag. Neyðaráætlun er virkjuð í rauðum og appelsínugulum veðurviðvörunum þegar fólki er ráðlagt að halda sig inni við og hún er líka virkjuð í miklu frosti eins og er í dag.