SVU goð­sagnirnar blása á inni­halds­lausa orð­róma um krytur...

Leikararnir Ice-T og Christopher Meloni, sem hafa leikið eftirminnilega saman í sakamálaþáttunum Law & Order: SVU, segjast báðir koma af fjöllum þegar kemur að meintum ríg þeirra á milli.

Meloni greindi frá því á Twitter reikningi sínum að honum hefði borist tölvupóstur þess efnis að miðillinn The National Enquirer væri að undirbúa umfjöllun um illindi milli Meloni og Ice-T. „Hann var svo vænn að láta mig vita að við værum að rífast,“ bætti Meloni háðskur við.

Ice-T deildi færslu Meloni á sínum eigin reikning og vandaði National Enquirer ekki kveðjurnar.

„Drullusokkar með trúðslæti að reyna að spinna drama úr lausu lofti vá! Drullusokkarnir djúpt sokknir í kjaftæðið,“ segir Ice-T á reikningi sínum í frjálslegri þýðingu Fréttablaðsins.