
Handtekinn vegna úrans á Heathrow...
Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í Bretlandi eftir að agnir af geislavirka efninu úrani fundust í pakkasendingu á Heathow flugvelli.
Undir lok síðasta árs fann breska landamæraeftirlitið lítið magn af úraníum í sendingu af brotajárni á flugvellinum.
Maðurinn var handtekinn á laugardag vegna málsins á grundvelli hryðjuverkalaga sem ná yfir að framleiða eða að hafa í vörslu sinni geislavirk efni. Honum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu þar til í apríl.
Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja í yfirlýsingu að miðað við núverandi upplýsingar bendi ekkert til þess að málið tengist ógn við almenning.
Samkvæmt heimildum Sky News kom úranið til Bretlands með flugi frá Óman í Pakistan.