
Möguleikar Íslands og dagskráin næstu daga...
Íslenska karlalandsliðið er komið í milliriðla á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið hefur leik þar á morgun, þar sem Grænhöfðaeyjar verða andstæðingurinn.
Sæti íslenska liðsins var tryggt með þrettán marka stórsigri á Suður-Kóreu í gær. Sigurinn var í raun aldrei í hættu.
Ísland lýkur riðlakeppninni í öðru sæti á eftir Portúgölum og á undan Ungverjum. Þessi þrjú lið fara áfram og skilja Suður-Kóreumenn eftir.
Strákarnir okkar hefja því leik í milliriðli í þriðja sæti af sex liðum. Svíar koma efstir inn í milliriðilinn.
Þar eru einnig Grænhöfðaeyjar, Svíþjóð og Brasilía. Tvö efstu liðin fara áfram í 8-liða úrslit.
Svíar eru sterkasta liðið í milliriðlinum og verða mest krefjandi áskorunin fyrir Ísland. Sigri íslenska liðið alla sína leiki er ekki ólíklegt að það dugi til að fara í 8-liða úrslit, að því gefnu að Portúgal misstigi sig einu sinni í sínum þremur leikjum.
Liðin sem voru saman í riðlakeppni mætast auðvitað ekki í milliriðlinum en taka stigin sem þau fengu gegn hvoru öðru í riðlakeppninni með sér þangað.
Leikir Íslands í milliriðliÍsland – Grænhöfðaeyjar (klukkan 17 á morgun)Ísland – Svíþjóð (Klukkan 19:30 á föstudag)Ísland – Brasilía (Klukkan 17 á sunnudag)
Staðan í milliriðli Íslands1. Svíþjóð – 4 stig (+15)2. Portúgal – 2 stig (+3)3. Ísland – 2 stig (+2)4. Ungverjaland – 2 stig (-5)5. Brasilía – 2 stig (-6)6. Grænhöfðaeyjar – 0 stig (-9)