Renner í bata glápir í faðmi fjöl­skyldunnar...

Leikarinn Jeremy Renner er á batavegi eftir að hafa lent í hræðilegu slysi fyrr í mánuðinum. Þá lenti Renner undir snjóplóg þegar hann var að moka veg við búgarð sinn með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa á fæti og missti mikið blóð.

Síðan þá hefur ástand hans batnað til muna og hefur Renner á undanförnum dögum verið iðinn á samfélagsmiðlum og skrifaði færslu í dag á Twitter reikningi sínum þar sem hann sagðist spenntur fyrir annarri seríu af þáttunum The Mayor of Kingstown.